Um Ljósablaðið 2021

Í myndbandinu hér fyrir ofan stiklar Erna Magnúsdóttir forstöðumaður Ljóssins á stóru yfir efnistök útgáfu Ljósablaðsins í ár. Blaðið kemur alfarið út rafrænt.

Ljósið, 1. tölublað, 15. árgangur, 2021

Útgefandi og ábyrgðaraðili: Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík. Sími: 561-3770. Netfang: ljosid@ljosid.is.

Styrktarreikningur Ljóssins er: 0130-26-410420, kennitala: 590406-0740.

Ritstjóri: Ragna Gestsdóttir

Stjórn Ljóssins: Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur, Jón Eiríksson lögmaður, Brynjólfur Eyjólfsson viðskiptafræðingur, Ásta Einarsdóttir lögfræðingur, Sara Lind Guðvarðardóttir lögfræðingur og G. Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari. Varamaður í stjórn er Þórður Kristjánsson, ellilífeyrisþegi

Forstöðumaður Ljóssins: Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi

Ljósmynd á forsíðu: Birgir Ísleifur

Kynningarmyndband: Tjörvi Jónsson

Um merki Ljóssins

Merki Ljóssins hefur í gegnum árin verið sterkt táknmynd endurhæfingarinnar í Ljósinu. Merkið er hannað af Önnu Þóru Árnadóttur.

Form merkisins er þríþætt: Innsti hlutinn er logandi ljós, tákn fyrir lífið sjálft. Hvíti hluti merkisins er mannsmynd sem umfaðmar ljósið. Loks myndar ysti hlutinn skjól utan um ljósið.

Önnu Þóru er umhugað um velferð krabbameinsgreindra og gaf því Ljósinu merkið og fyrsta upplag af bréfsefnum og umslögum. Við þökkum henni innilega fyrir veglega gjöf sem stenst vel tímans tönn.

Árið 2019 fékk merki Ljóssins örlitla andlitslyftingu en sú vinna var í höndum H:N Markaðssamskipta. Einungis voru gerðar breytingar á leturgerð og tón rauða litsins sem er áberandi í öllu markaðsstarfi Ljóssins.