Grýludætur færa okkur gömlu jólin

Heiða Eiríksdóttir

Ein af 13 Grýludætrum sem teiknaðar eru af Rán Flygenring

Þorkell Guðjónsson hitti okkur á haustdögum með spennandi verkefni í farteskinu. Með verkefninu vill hann styðja við Ljósið, en hann þekkir til einstaklinga sem hafa nýtt sér þjónustu Ljóssins og honum hjartans mál að sýna stuðning í verki. Með sér í lið fékk hann fyrirtækin Epal, Hagamel og Virtus, sem veita verkefninu byr undir báða vængi bæði í fjármögnun, framkvæmd og sölu.

 

Verkefnið „Gömlu jólin“ skírskotar til glaðværa danska jólaálfsins sem í eina tíð klifraði upp á myndaramma, gardínukappa og kommóðuskúffur íslenskra heimila í áratugi á síðustu öld. Því er ætlað að endurvekja þá gömlu hefð að klippa út og tylla upp skemmtilegum litlum gleðigjöfum á jólum. Jafnframt er því ætlað að opna myndlistarfólki leið til þess að yrkja inn í þetta gamla þema og spegla sína eigin túlkun á heimi jólasveinanna. Listamaðurinn sem ríður á vaðið eftir öll þessi ár er Rán Flygenring.

Heiða Eiríksdóttir og Þorkell Guðjónsson fara yfir stöðuna í aðdraganda útgáfunnar / Mynd: Ljósið

Jólasysturnar hinar jökulhressu Grýludætur banka í aðdraganda jóla hver með sínu lagi upp á í mannheimum með alls kyns hrekkjabrögð í farteskinu. Söguheimi systranna má kynnast í jólaljóðabókinni Koma Jól eftir Hallgrím Helgason. Þær eru, rétt eins og bræður þeirra, þrettán talsins og heita Bjalla, Grýlurós, Litla ljós, Fantasía, Stelpustoð, Töskubuska, Bokka, Tertuglöð, Fiturönd, Augasteinastara, Áttavillt, Svangatöng og Kortasníkja.

Við hjá Ljósinu erum virkilega þakklát fyrir þetta fallega framtak, en þessa einstöku vöru má versla bæði í Ljósinu og Epal. Einnig má panta vöruna í vefverslun Epal hér