Þorkell Guðjónsson hitti okkur á haustdögum með spennandi verkefni í farteskinu. Með verkefninu vill hann styðja við Ljósið, en hann þekkir til einstaklinga sem hafa nýtt sér þjónustu Ljóssins og honum hjartans mál að sýna stuðning í verki. Með sér í lið fékk hann fyrirtækin Epal, Hagamel og Virtus, sem veita verkefninu byr undir báða vængi bæði í fjármögnun, framkvæmd og sölu.
Verkefnið „Gömlu jólin“ skírskotar til glaðværa danska jólaálfsins sem í eina tíð klifraði upp á myndaramma, gardínukappa og kommóðuskúffur íslenskra heimila í áratugi á síðustu öld. Því er ætlað að endurvekja þá gömlu hefð að klippa út og tylla upp skemmtilegum litlum gleðigjöfum á jólum. Jafnframt er því ætlað að opna myndlistarfólki leið til þess að yrkja inn í þetta gamla þema og spegla sína eigin túlkun á heimi jólasveinanna. Listamaðurinn sem ríður á vaðið eftir öll þessi ár er Rán Flygenring.